Líkur á ofanflóðum um helgina

31.10.2025

Líkur á ofanflóðum um helgina

Uppsöfnuð úrkoma frá hádegi föstudags til miðnættis mánudags, 12:00 31. október til 00:00 3. nóvember. Gögn úr UWC-IG spálíkani.

  • Búast má við minni vindi um helgina en áfram á að rigna.

  • Mestri úrkomu er spáð á Ströndum, Norður-, Austur- og Suðausturlandi.

  • Minnkandi líkur á krapaflóðum og votum spýjum. Möguleiki á litlum skriðuspýjum.

Spáð var norðaustan hvassviðri og asahláku í dag, föstudag 31. október. Rignt hefur mikið í dag, sér í lagi á Austfjörðum. Það sem af er degi hefur mælst mest úrkoma á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, 85 mm og 92 mm síðustu 12 klst., og á Seyðisfirði hafa mælst 86 mm síðustu 12 klst.

Í kvöld dregur úr vindi en úrkoma á að vera viðloðandi víðs vegar um landið á bæði laugardag og sunnudag. Mestri úrkomu er spáð á Ströndum, Norðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi, sjá má dreifinguna á kortinu hér að neðan. Búast má við rigningu til fjalla á laugardag en snjókomu inn til landsins. Spár gera ráð fyrir að það kólni lítillega, en hiti þó enn um og yfir frostmarki á láglendi. Víða mun þó frysta til fjalla sem styrkir snjóþekjuna eftir rigninguna í dag, föstudag.

Í hlákunni í dag hefur snjó tekið upp víða. Þar sem enn er snjór í bröttum brekkum geta lítil vot snjóflóð fallið í hlýindum og rigningu, og krapaflóð geta fallið þar sem mikill snjór er í vatnsfarvegum. Þar sem rignt hefur mikið er möguleiki á litlum skriðuspýjum í neðri hluta hlíða.

Líkur á krapaflóðum og votum snjóflóðum hafa þó minnkað töluvert. Ekki er talið að hætta skapist í byggð en Ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með aðstæðum.

Kort sem sýnir spá um uppsafnaða úrkomu frá hádegi föstudags til miðnættis mánudags. Mestu úrkomu er spáð á Ströndum, Norðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi, með minni úrkomu á öðrum svæðum landsins. Litaskali á kortinu sýnir aukningu úrkomu frá lágum gildum til mjög mikilla. Gögn eru úr UWC-IG spálíkani.

Uppsöfnuð úrkoma frá hádegi föstudags til miðnættis mánudags, 12:00 31. október til 00:00 3. nóvember. Gögn úr UWC-IG spálíkani.

Tilkynna ofanflóð

Veðurstofan þiggur gjarnan tilkynningar um ofanflóð. Upplýsingarnar hjálpa okkur að fylgjast betur með aðstæðum og bæta viðbragð.

Aðrar leiðir til að hafa samband

Ef rafræna eyðublaðið hentar ekki er einnig hægt að hafa samband við Veðurstofuna á annan hátt.

Sími

Hringdu í 522 6000 á opnunartíma skiptiborðs.

Tölvupóstur

Sendu upplýsingar á eitt eða fleiri af eftirfarandi netföngum:

Ef rafræna eyðublaðið hentar ekki er einnig hægt að hafa samband við Veðurstofuna á annan hátt.

Hvað á að fylgja með tilkynningu?

Gott er að láta fylgja:

  • mynd af flóðinu, það er skriðu, grjóthruni, krapaflóði eða snjóflóði

  • nákvæma staðsetningu

  • tímasetningu, það er hvenær flóðið féll eða hvenær þess varð vart