17.01.2026
Snjógryfja var gerð í Heiðarfjalli á Endurvarpi þann 17. janúar. Gryfjan var gerð í u.þ.b. 680 m hæð í NV-vísandi hlíð. Gryfjan var um 34 cm djúp en heildarsnjódýpt á þessum stað var um 210 cm. Hitastigull var brattur efst í snjóþekjunni en svo nokkuð jafn niður á u.þ.b. 10 cm. Gryfjan sýndi vindfleka ofan á frosnu aðfangadagshláku lagi. Gert var útvíkkað samþjöppunarpróf. Prófið sýndi engin veik lög. Snjór er almennt talinn stöðugur.
