15.11.2025
Könnunargryfja var gerð í Drangaskarði fyrir ofan Neskaupstað þann 14. nóvember. Gryfjan var í um 660 m hæð og SA viðhorfi. Heildar snjódýpt var um 1 m. Gryfjan sýndi lagskipta snjóþekju. Gamall snjór og harðfenni var meginundistaðan í snjónum og nýr snjór ofan á, en almennt var nýi snjórinn ekki þykkur. Ekki var gerð frekari greining á snjóalögum eða stöðugleikapróf.
