Snjógryfja í Hlíðarfjalli 9. janúar

11.01.2026

Snjógryfja í Hlíðarfjalli 9. janúar

Snjógryfja var gerð í austur vísandi hlíð í 680m hæð í Hlíðarfjalli þann 9. janúar s.l. Gryfjan var 68 sm djúp og náði niður á botn snjóþekjunnar, sem var víðast hvar fremur grunn í þessari hæð. Á 24 sm dýpi fannst veikt lag með köntuðum kristöllum neðan við harðan vindfleka og létt nýsnævi. Tvö samþjöppunarpróf voru gerð þar sem veika lagið gaf sig með sléttu broti við 15 og 22 slög. Þar neðan við var harðfenni, utan við þykkt rotið lag neðst í snjóþekjunni sem gaf vísbendingar um staðbundið djúphrím. 

Prófið gaf til kynna veikleika í snjóþekjunni sem líklega hefur orðið til við brattann hitastigul í þunnri snjóþekju í byrjun árs. Mögulegt er að kantaða kristalla sé víða að finna og yfirborðshrím gæti líka hafi myndast og grafist á skjólsælum svæðum í fjalllendi. Á mánudag 12. janúar - miðvikudags 14. janúar gengur lægð nærri landinu með allhvassri norðan og norðvestan átt og nokkurri snjókomu. Viðbúið er að snjó skafi í fleka í suðlægum og austlægum viðhorfum.