Snjógryfja í Oddsskarði 17. janúar

17.01.2026

Snjógryfja í Oddsskarði 17. janúar

Snjógryfja var gerð í Háhlíðum í Oddsskarði þann 17. janúar. Gryfjan var gerð í u.þ.b. 510 m hæð í SA-vísandi hlíð. Gryfjan var um 60 cm djúp en heildarsnjódýpt á þessum stað var um 320 cm. Gryfjan sýndi vindbrotinn snjó (vindfleka) ofan á eldri vindbrotnum snjó. Gryfjan sýnir ekki háan hitastigul. Ekki var gerð frekari greining á snjóalögum eða stöðugleikapróf. Ekki er búist við snjóflóðahættu í byggð í þessu veðri. Snjór var almennt fremur stöðugur.