Snjógryfja í Skarðsdal við Siglufjörð 15. janúar

16.01.2026

Snjógryfja í Skarðsdal við Siglufjörð 15. janúar

Snjógryfja var gerð í norðvesturhlíð Leyningssúla í Skarðsdal við Siglufjörð þann 15. janúar. Snjógryfjan sýnir veikleika á lagmótum milli eldri ummyndaðs vindfleka og nýlegri vindfleka en þar kom slétt brot við CT12 á 38cm dýpi. Einnig fundust kantaðir kristallar og bikarkristallar við hjarnlagið en ekki kom brot þar við stöðugleikapróf. Flóð hafa fallið á Norðanverðum Tröllaskaga þar á meðal eitt að stærð 3 í suðurvísandi hlíð í Brunnárgili norðan Dalvíkur þann 13. janúar.