Snjógryfja Skarðsdal/Siglufirði 16.des

16.12.2025

Nýtt

Snjógryfja Skarðsdal/Siglufirði 16.des

Snjógryfja var gerð í norðvesturhlíðum Leyningssúla í Skarðsdal við Siglufjörð. Snjógryfjan sýnir talsverðan veikleika á lágmótunum milli eldra hjarns og nýs vindfleka. Áberandi lag af köntuðum kristöllum er á þessum lagmótum og tvö stöðugleikapróf sýndu að það er auðvelt að framkalla brot og það hefur líka tilhnegingu til að breiðast út. Svipaður veikleiki hefur sést á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem hafa fallið nokkur nýleg snjóflóð en ekki hafa sést nein flóð við Siglufjörð.