25.01.2026
Snjógryfja var gerð undir Magnúsartindi við Oddsskarð 25.janúar. Um 5cm nýsnævi frá síðustu nótt var efst í gryfjunni og á svæðinu. Snjórinn er frekar rakur og hnoðast vel og lítill hitastigull í gryfjunni. Brot komu á þremur stöðum en það var samloðun í brotflötunum. Snjórinn virðist nokkuð stöðugur.
