Snjógryfjur í Hlíðarfjalli

12.12.2025

Snjógryfjur í Hlíðarfjalli

Snjógryfja var gerð í 643 m hæð á austurvísandi viðhorfi við gönguskíðasvæðið í Hlíðarfjalli síðdegis 11. nóvember. Gryfjan sýndi blautan vindfleka með rúnnuðum kristöllum ofan á köntuðu lagi af gröfnu yfirborðshrími á um 30 cm dýpi sem tekið hefur að rúnnast og styrkjast. Undir því er gamalt, blautt hjarn. Útvíkkað samþjöppunarpróf sýndi enga svörun en féll þó saman á grafna yfirborðshríminu við mikið álag eftir prófun. Hitastigull gryfjunnar er jafn og sýnir að snjóþekjan er að styrkjast á þessu svæði.

Skíðagæslumenn í Hlíðarfjalli gerðu snjógryfju í Strýtu sama dag sem sýndi svipaða lagskiptingu; kantaða kristalla á um 50 cm dýpi undir stífnuðum vindfleka og yfir eldra hjarni.

Síðar um kvöldið 11.12. féll snjóflóð, stærð 2 með fjarbroti við sprengjustýringu í Hlíðarfjalli með fjarbroti rétt undir Brún í Hlíðarfjalli. Snjóflóðið féll líklegast á kantaða laginu sem finnst í gryfjunum að ofan og bendir til þess að veikleikinn sé virkur ofarlega til fjalla.

Fólk er hvatt til þess að fara varlega til fjalla og forðast í brattlendi í efri hluta fjalla þar sem veikleikinn gæti leynst undir nýjum snjó.