15.12.2025
Nýtt
Veðurstofan gerir svæðisbundnar snjóflóðaspár fyrir fimm landsvæði. Á tímabilinu frá 15. október til 31. desember eru spárnar gerðar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 19 og uppfærðar oftar ef þurfa þykir. Frá 1. janúar til 1. júní eru spár gerðar daglega og ná yfir þrjá daga í senn.
Spárnar ná yfir stór svæði og taka bæði til snjóflóða af náttúrulegum orsökum og af mannavöldum. Spárnar þurfa ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð en geta gagnast ferðafólki í fjalllendi og öðrum sem þurfa að taka ákvarðanir sem tengjast snjóflóðahættu. Markmiðið er að draga úr áhættu almennings vegna snjóflóða.